Skilmálar

Að skipta og skila vöru

30 daga skilaréttur er veittur á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða sem er notaður hér á síðunni þegar verslað er og gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

 

Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að skila bílstólum og base-um að öryggisástæðum. Því eru kaup á þessum öryggisvörum endanleg.

 

Gölluð vara

Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Junama barnavagnar og kerrur eru með eins árs ábyrgð gegn framleiðslu göllum. Við greiðum allan kostnað sem gæti komið upp við sendingu.

 

Útsölur og vöruskil:
Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

 

Upplýsingar viðskiptavina
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og
heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar
fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og þær verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Lög og varnarþing 
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur. 

 

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann

Minimi / Reykjavík Design

VSK: 127751

Kennitala: 620317-1440

Tölvupóstur: minimi@minimi.is

Sími: 7707022/7738222

 

Mini Mi / Reykjavík Design áskilur sér rétt að hætta við pantanir, t.d vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.